
Eldfjall á dag
20. mars 2021 - 6. ágúst 2021 Fagradalsfjall, Ísland
Eldfjall á dag er sería sem verð til þegar það gaus í Fagradalsfjalli 2021. Ég málaði 100 málverk af jarðeldunum og fylgdist með þeim stækka og breytast daglega.
Fyrstu 50 málverkin eru máluð samhliða eldgosinu og spanna fyrstu 50 dagana frá 20. mars - 8. maí. Á þeim tímapunkti var lítil tilbreyting á gosinu, það var svipað flesta daga. Þannig að næstu 50 viðfangsefni voru valin eftir áhugaverðustu dögum gossins. Amy fór tvisvar upp á gosstöðvar til að mála á staðnum, en annars voru málverkin máluð í gegnum vefmyndavélar RÚV og MBL.
Dagar 1-100
Viðtal við Landann
Ég fór í sjónvarpsþáttinn Landinn og talaði um verkefnið. Þú getur horft á stutt viðtal í hlekknum hér að ofan.
Bókin með öllum 100 málverkunum var styrkt að fullu hjá Karolínafund

Þegar ég náði að mála 100 málverk í seríunni ákvað ég að taka þær allar saman í bók, sem var fjármögnið í gegnum Karolínafund! Ég vil þakka öllum kærlega sem tóku þátt í því að styðja bókina og gera hana að raunveruleika!
Eftirprent af málverkum

Öll 100 málverkin eru til sölu sem eftirprent í stærð A5 (aðeins 20 stk eru prentuð af hverju málverki).
Þau eru prentuð á hágæða 350g Magno Satin pappír og merkt og númerið af listakonunni. Ef þú hefur áhuga á að kaupa eftirprent má senda mér tölvupóst:
Dagur 12 - málað á staðnum
Á 12 degi, 31. mars, gekk ég upp að eldgosinu og sá það með eigin augum og málaði þar.



Málað á staðnum í Nátthaga
20. júní 2021, gekk ég upp í Nátthaga og málaði þar. Hraunið var að flæða niður hlíðarnar og safnaðist fyrir í Nátthaga. Þó svo að ég hafi ekki getað séð gíginn þaðan þá var ótrúlegt að upplifa allt þetta hraun. Reykurinn, lyktin og áferðin á hrauninu var ótrúleg - og hljóðin þar sem það brakaði hátt í hrauninu!

